Um svæðið

Um svæðið

Brekkur og brautir


Á skíðasvæðinu í Tungudal eru fjölbreyttar brekkur við allra hæfi. Í dalbotninum er byrjendalyfta fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref. Beint fram af Sandfellinu eru mjúkir en brattir bakkar sem aðeins eru troðnir að hluta, þannig að auðvelt er að skíða utanbrautar.

Innar í dalnum við Miðfellslyftuna, eru mýkri brekkur fyrir meðalmannin sem og reyndara skíðafólk sem vill meiri kraft í brekkurnar ! Frá enda lyftunnar er upplagt að skella skíðunum á bakið og rölta upp á Miðfellið og njóta útsýnisins þaðan. Í sunnanverðu Miðfellinu er brött og skemmtileg brekka. Frá enda Miðfellslyftunnar eru mjúkar brekkur niður dalbotninn sem eru upplagðar fyrir fjölskylduna.

Snjóbrettin eru að sjálfsögðu ekki skilin útundan.
Ef aðstæður leyfa búa starfsmenn til stökkpalla, bordercross brautir ásamt því að gilið er vinsælt meðal brettafólks, til stendur núna í miðjan febrúar 2018 að opna bretta park á byrjendasvæði sem verður á byrjenda level og uppúr. stólað á yngri krakka.

Sumarið 2006 var mikið framkvæmt í Tungudal. Búið er að fjölga snjósöfnunargirðingum og slétta brautir. Þær framkvæmdir hafa svo sannarlega skilað sér í mun meiri snjósöfnun.

Seljalandsdalur

Skíðaganga

Gönguskíðasvæðið

Á Seljalandsdal er nánast alltaf opið þegar viðrar til útivistar. Skíðamenn sem stunda sína íþrótt eftir að dimmt er orðið, geta kveikt á brautarlýsingunni milli 7:00-23:30

Troðnir eru 1 | 2,5 | 3,3 og 5 km hringir og allt að 10-12.5 km á helgum. Frá Seljalandsdal liggja vegir til allra átta þó ekki séu alls staðar troðnar brautir. Auðvelt er að fara þaðan yfir á Breiðadalsheiði og þaðan niður í Engidal. Einnig má fara upp á Kistufell og niður í Hnífsdal eða yfir til Bolungarvíkur.

Fossavatnsgangan er haldin árlega um mánaðamótin apríl/maí og er nú orðið alþjóðlegt stórmót í seríu Worldloppet mótaröð. Ár hvert eru um 1.100 keppendur sem etja kappi í Fossavatninu.

Fullkomin lýsing milli er á báðum svæðum. Göngumenn kveikja sjálfir á brautalýsingu milli 7:00-23:30 á Seljalandsdal og er rofinn utan á skíðaskálanum. Síðasti maður muni að slökkva ljósin.

Fylgist með

Skíðavikunni

Skíðavika | Aldrei fór ég suður

Heimabær páskana er Ísafjörður brjáluð dagskrá alla páska sem hefst rótgróinni dagskrá skíðavikunar sem hefst kl 18:00 miðvikudag fyrir páska en hefð er fyrir því að fólk skíði af sér allt vit og njóti sólarinnar endi svo daginn með því að kíkja rölt um bæinn en þá er einnig Aldrei fór ég suður Tónlistarhátið en hún er haldin föstudag og laugardag. Endilega kíkið á dagskrá með að smella á hlekk hér að neðan