06.02.2022.

Það hefur heldur betur bætt í snjóinn í gær og nótt. Við eigum í stökustu vandræðum með að vinna svæðið. Við ætlum að opna Byrjendalyftuna og byrjendasvæðið strax kl. 10:30.
Þegar líður á daginn ætlum við að opna hinar lyfturnar og allar samgönguleiðir. Það er ekki víst að okkur takist að vinna neinar skíðaleiðir eða bakka í Miðfellinu svo það verður púðurdagur í dag. Ef við náum að vinna brekkur þar er það bara plús. 

Við ætlum að hafa lokað á Seljalandsdal í dag en spora í Tunguskóg. Brautin þar hefst við Kolfinnustaði og verður 3km+