Núna 13 janúar megum við opna Tungudal en erum enn í vandræðum með snjó þar sem byrjendasvæði og dalbotn eru snjó lítil eða snjólaus á kafla, við ætlum samt að reyna hvað við getum og vonum að það komi snjór á okkur. Snjóbyssa fór í gang einnig þannig vonum að þetta fari að lagast.

Annars er heilt á litið lítill snjór til að vinna úr á öllu svæði en vonum að það fari að breytast.

Uppfært: 19 jan. stað er sú að það er að skafa í svæðið og troðari er á fullu að fanga það og gera aðstæður þannig að það stoppi í brautum.. enn getum við ekki svarað hvenær Tungudalur er klár til að hægt sé að opna hann en það er vonandi von bráðar.