Skíðagöngusvæðið í Tungu Mun verða sporað kl 17:00

Önnur svæði t.d Tungudalur & Seljalandsdalur verða lokuð þar sem veður er vel yfir mörkum og er að bæta í þannig ekki útlit fyrir neinni opnun þar.

Minni á Íbúafund: Skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal

Starfshópur um skipulag útivistarsvæða í Tungudal og Seljalandsdal boðar til íbúafundar kl. 20:00 þriðjudaginn 10. mars, í fundarsal á fjórðu hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði.

Á fundinum mun fulltrúi Verkís kynna vefsjá sem hefur verið sett upp þar sem hægt er að skoða skipulagssjá og framtíðarsýn fyrir svæðið. Í kjölfar fundarins verður vefsjáin opnuð fyrir íbúa.