Sæl og góðan daginn hér eru -4°c og 5m/s sem er æðislegt til að leika sér í þéttum og fínum brautum, Við ætlum að opna kl 10:00 og til kl 16:00.
Veðrið verður fínt fyrir hádeigi en hvessir uppúr kl 15:00
Tungudalur er eftirfarandi opið:
- Byrjendalyfta > Byrjendabrekka
- Sandfell > top-sneiðingur-dalbrekka | Gilsbakki | Svartibakki
Seljalandsdal er eftirfarnandi opið:
- 1km | 2,5km | 3,3km | 5km |8km
ath: það er vatnslaust á seljalandsdal og unnið er að viðgerð á því vandamáli sem þar er.