Hæ hér er búið að vinna að því að binda snjó síðan á miðvikudag og er svo komið að við ætlum að starta Byrjendasvæði í Tungudal og 3.3km Skíðagöngubraut á Seljalandsdal, við opnum bæði svæðið kl 15:00 til 20:00

það er mikil vinna eftir í Tungudal og er unnið að því á fullu að gera svæðið klárt en það tekur einhverja daga og helst meiri snjókomu, troðarar eru að vinna í Sandfell að riðja snjó þar sem vantar og þar er einnig verið að hengja á boxinn/stangir fyrir lyftuna þannig hún komur vonandi fljótlega inn.

En þar sem við erum fáliðaðir og ekki klárir með afgreiðslu mun vera frítt inn yfir helgi en strax á þriðjudag verður hægt að kaupa Dagspassa og Vetrarkort.

Endilega mætið sem flest í dag og Laugardag því sennilega verður lokað vegna veður á sunnudag en það er ekkert í hendi með það 🙂

Bestu kveðju

Starfsmenn Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar