Föstudagurinn langi nú í gangi opnum kl 10:00 á Seljalandsdal og Troðið inná heiði hring sem er um 15k-20k leiðin er í fram og til baka að búrfelli en hringur þar inná botnsheiði að vegamótum einnig hægt að keyra uppá heiði beint í braut annars er opið til kl 17:00.
Aðalfjör Fjölskyldunar verður haldið við Íþróttarhúsið á Torfnesi en þar fer fram Páskaeggjaratleikur HG :
SKÍÐAFÉLAGIÐ STENDUR FYRIR FURÐUFATARATLEIK
Furðufata ratleikur fyrir alla fjölskylduna en að loknum ratleik fá börn á aldrinum 2007 og yngri páskaegg.
Lagðar eru fyrir þrautir sem höfða til allra í fjölskyldunni.
Íþróttaálfurinn sem og LEYNIGESTIR mæta á svæðið þegar ratleikurinn klárast og á meðan verður hin árlega pylsusala skíðafélagsinns.
Aldrei að vita nema nokkrar karamellur fljúgi um svæðið
Ekki láta þetta framhjá þér fara því þetta verður brjálað stuð!
11:00-12.30 – Rathlaup – liðakeppni með nafni
12:00-14:00 – Grill
13:00-14:00 – Skemmtun – Íþróttaálfurinn, og leynigestir „jóip&króli“ 🙂