Byrjum á góðum nótum.

Seljalandsdalurinn er í toppformi. Það er allt troðið og sporað sem troðið og sporað er hægt. Hvort það sé 3,3 km sprettur eða langt 50 km cósy krús uppá heiði. Á stuttbuxum og hlírabol. Muna eftir sólaráburði á andlitið og sólgleraugum. Afgreiðsla um opna kl 17:00 fyrir kaffi og súkkulaði þyrsta.

Gleði

Tungudalurinn hefur munað fífil sinn fegri.

Byrjendasvæðið og lyftusporið eru að nálgast sínu síðust sentimetra að svo stöddu. En hver veit hvað Itztlacoliuhqui snjó guð Azteca( https://www.theskidiva.com/choose-your-deity-the-gods-goddesses-of-snow-2/ ) gerir fyrir okkur á næstu dögum og vikum.

Byrjendalyftan mun samt ganga og við munum stytta sleppistöðina upp að 4 staur. En skíðið varlega forðist brúna og grá dótið. Það eru steinar og drulla.

Sandfellslyftan verður ekki gangfærð.

Miðfellið verður sett í gana fyrir SFÍ þar sem þau þurf að æfa sig fyrir Andresa Anda leikana.

Við getum ekki tryggt öryggi almenings á svæðið sérstaklega upp Sandfellið og niður dalbotninn. Þannig er staðan hjá okkur í dag. Hver veit hvað morgundagurinn hefur uppá að bjóða.

piltarnir.