Eins og staðan núna kl 11:00 og spáin sem gefin er út fyrir daginn er gert ráð fyrir lokun í dag.

Vindur er 18m/s í hviðum og fer vaxandi þegar líður á daginn.

Hitinn er í +3 með vind sem er ekki gott og er Byrjendasvæði orðið lélegt nú þegar þannig það þarf að skoða það þegar veðrinu slotar hvort það hafi haldið, Bakkar 1-3 og Seljalandsdalur eru góðir og virðast þola þessa ágjöf.

en eins og segir þá eru allar líkur á að það verði Lokað á báðum svæðum í dag, ef einhverjar líkur eru á opnun á seljalandsdal þá uppfærum við þennan hlekk.