Góðan Sunnudag

Hæ hæ Skíðagöngusvæðið á Seljalandsdal opnar kl 10:00 til 16:00 þar er um 20km af sporum en lengsti einstaki hringur er 10k en auðvelt er að lengja hann aðstæður í topp og lítið annað að gera en að smakka á hreinaloftinu. Ekki er verra að hægt er að fara í spori á Gullhól og taka af sér eina sjálfu.

Tungudalur er enn í biðstöðu vantar góða úrkomu… núna er verið að framleiða á fullu en því miður er ein snjóbyssa ekki að sigra heiminn þó hún geri gagn … hún er allvega búin að byggja góðan grunn á þeim svæðum í byrjendabrekku sem voru verst. nú vonum við að næsta vika verði góð með tilheyrandi éljagangi