Í dag er Tungudalur > Lokaður en Seljalandsdalur opin

staðan í Tungudal er þannig að veðurguðinn þarf einhvað að hisja upp um sig þetta veðurfar er allt annað en ásættanlegt en núna er svæði blautt og berskjaldað og þar afleiðandi lokað.

Seljalandsdalur þar er ögn jákvæðara yfirbragð en þar er troðið spor núna og afgreiðsla opnar kl 15:00-20:00

Tunguskógur er á athugun fyrir morgundag en hann er líka orðin frekar þunnur

Föstudags kvæði|vísa|ljóð |einhvað 🙂

Þó veðrið á dalnum ömurlegt er

Með bleytu og hita í helvíti hér

Sýndu nú skratti hve góður þú ert

Með stormi og snjókomu bjargaðu mér

Við viljum nú opna og æfa okkar fólk

Svo ekki tapist okkar heilmikla stolt

Það mikið er undir að allt takist vel

Vetur í gang því  það hentar mér.

með góðri kveðju úr dalnum

Starfsmenn Skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar