Nú er svo komið að það er að styttast í að hægt verði að opna byrjendalyftu en enn vantar smá snjó þar .. öll tæki hafa verið að fullu í morgun að reyna fanga og þjappa það sem kom, skafrenningur er á svæði og ætlum við að fanga hann. Enn vantar samt töluvert uppá í Sandfellisbökkum,Miðfellsbökkum.

Seljalandsdalur verður opin og opnar afgreiðsla kl 17:00-20:00

búið er að vinna braut á Seljalandsdal en hún verður ekki sporuð fyrr en rétt fyrir opnun þar sem vegur verður ekki mokaður fyrr en eftir kl 16:00 en það er svo sem flott þá fái þið þetta allt ferst um leið og opnar 🙂 sporaður verður 3.3 km og ef ekki rennir í þá tökum við lengra.