Fannhvítir fjallatoppar þessa vikuna

Það er fallegt að lítast þessa dagana, Topparnir gráir og við farnir að keyra okkur í vetragír síðar undirbuxur gagnast vel þessa dagana.

Síðastliðinn vetur var með þeim betri fyrir skíðamenn 103 opnanir Tungudal og 114 opnanir á Seljalandsdal, gestir voru um 34,500 sem heimsóttu svæðið sem er gleðiefni mikið, það var til þess að svigrúm var til þess að endurnýja tæki sem voru úrsérgenginn og forstöðumanni falið að leita leiða í þeim efnum.

Tækjum sem skipt var út voru 91árg af Yamaha viking vélsleða og Artic cat Bearcat 2010 Vélsleði, Nýju Tækinn voru keypt af Ellingsen og voru fyrir valinu Fjölnota bíll á beltum sem hægt er að nota allt árið að gerðinni Can Am Traxter  HD8 2018 og Vinnusleði Lynx Ranger 69 Alpine útgáfa sem sérsniðin er fyrir skíðasvæði.

Þetta eru vinnu og öryggistæki sem hjálpa svæðinu mikið og gagnast vel í þjónustu og öryggishlutverki svæðisins en nú koma haustlægðirnar í röðum inn að landinu þannig látið það ekki trufla ykkur heldur klæðið ykkur í takt við veðurfarið það styttist í skíðavertíð.