Tilkynnt var um slys á Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar á svæði sem skilgreinist utan skilgreins skíðasvæðis um kl 17:45 fyrstu fréttir voru óljósar en að um barn 10ára gamalt fast í gili starfsmenn sem voru rétt við slysstað sendir á stað og fengu nánari skýringar um að barn hefði fallið niður í læk í gili en ástand svolítið óljóst og var allt viðbragð sett á hæðsta stig samband haft við 112 og læknir,lögregla,sjúkraflutningarmenn ásamt tækja bíl og björgunarsveit kallaðir til og haft samband við foreldri. Tæki frá svæði fór strax af stað eins langt og hægt var og svo gengið áleiðs ásamt því að annar sleði var sendur upp svæði og kom maður frá honum áfan frá og gekk niður að slysstað og kom fyrstur viðbragðsaðla á staðin þá var verið að ná barni upp af stólpuðum dreng sem var fyrstur á svæði kom að slysi og brást rétt við á allan hátt hjálpaði drengum ásamt því að koma honum í hendur viðbragðsaðla sem var þá komin á staðin.

Við þetta var hægt að afþakka viðbraðsaðla aðra en lögreglu og sjúkrabifreið drengur var ekki talinn slasaður, honum var brugðið og kaldur eftir að hafa blotnað á fótum og buxum hafði hann þurft að sitja í læk sem betur fer var ekki vatnsmikill en komst ekki uppúr að sjálfstáðum. Farið var með dreng niður og tók þar foreldri og læknir á móti honum og hann skoðaður í sjúkrabifreið.

Eftir að hafa farið yfir atburð var ákveðið að loka gili með merkingum og girða fyrir meðan það er svona ótraust en hafa ber í huga að gil sem bretta menn stunda mikið er á svæði sem tilheyrir ekki skilgreindu skíðasvæði og þar að leiðandi ekki reglubundið eftirlit með því gili, gilið er talið hættulegt fyrir börn og fólk skilgreint þar á eigin ábyrgð.

Hvertjum við foreldra til að brýna fyrir börnum að þar séu þau á eigin ábyrgð og hætta talin stafa af gili eftir svona hlýindi og hláku eins og stóð yfir um liðna helgi… endilaga farið varlega því við viljum að þið skemmtið ykkur á öruggan hátt.

Svæðið vill þakka öllum sem komu að þessu slys og vonar að barn sem í þessu lenti mæti óhrætt í fjallið sem fyrst.

Allt fór á besta veg og slys minna en fyrstu var talið

Með bestu þakkir

Starfsfólk Skíðasvæðis