Hólmfríður Vala stóð fyrir frábæru kvenna æfingarbúðum á Seljalandsdal um síðustu helgi þar sem fjöldinn allur af  hressum aðkomu skvísum mættu til að skemmta sér á gönguskíðum frá fimmtudegi fram á sunnudag veðrið var „logn á hraðferð“ og skemmtu sér allar þrátt fyrir smá blástur. Við hjá Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar þökkum öllum þessum stelpum fyrir helgina og vonum að við sjáum þær sem fyrst aftur annað hvort um páska,fossavatn eða að ári.

Nú eru bæði Hótel Ísafjörður og Fossavatnsgangan með svipuð námskeið sem laust er á og um að gera að setja sig í samband við þau og athuga með laus pláss.

Þetta er upplifun fyrir alla sem hafa gaman af útiveru prófa einhvað nýtt eða bæta sig í skíðagöngu en úrvalsþjálfarar eru með námskeiðin og halda utanum vana jafnt sem óvana.