Við starfsmenn skíðasvæðisins erum nú á fullu að ganga frá eftir veturinn og þökkum þeim kærlega sem sóttu svæðið. Þetta var snjóléttur vetur en það er eins og gengur við stjórnum því ekki og vonum við að næsti vetur verði bara hressari fyrir vikið.

Þetta voru 42 dagar sem var almennt opið en sennilega náðst um 55 dagar með öllu í Tungudal. Páskarnir komu ótrúlega vel út en þar var varla hægt að skíða viku fyrir og viku eftir páska en páskarnir sluppu eins og í lyga sögu. Snjóaði viknuna fyrir og svo frost um páska sem gerði það að verkum að þegar mest var voru um 1.100 manns á svæðinu

Seljalandsdalur var opinn í 96 daga og tókst veturinn þar með ágætum og var vel sótt. Þar var eitt stærsta skíðamót íslands haldið 29. apríl og byrjaði vikan sú með vindsperring og leiðindum en bæði skautið og sjálf Fossavatnsgangan gengu vel. Besta veðrið þá vikuna var einmitt á laugardeginum þegar keppt var, ekki vantaði sólina þann daginn og margar stórstjörnur sóttu keppnina. Er þetta stærsta og eitt flottasta fossavatnsgöngu mót sem haldið hefur verið en viku eftir mót var allur snjór meira og minna farin þannig ekki hefði það nú mátt vera vikunni seinna.

Þannig við erum í skýjunum með þetta og þökkum fyrir veturinn.