Gönguskíðasvæði
Miðfell
Byrjendalyfta

Saga skíðaiðkunar á Ísafirði

séð yfir miðfellssvæði
séð yfir miðfellssvæði
Þegar áhugi á skíðaíþróttinni tók að glæðast á Ísafirði á árunum upp úr aldamótunum 1900 voru skíðasvæðin einkum tvö. Annars vegar var það hlíðin fyrir innan Grænagarðs en hins vegar var það Stórurðin þar sem hægt var að renna sér alla leið niður á ísi lagðan Pollinn. En þegar kom fram á þriðja áratuginn fóru menn að gefa Seljalandsdalnum meiri gaum. Þeir Ólafur Guðmundsson og Aðalsteinn Jónsson könnuðu aðstæður þar rækilega og komust að því að dalurinn væri afburðargott skíðaland. Sumarið 1928 reistu þeir fyrsta skíðaskálann þar, en hann brann þremur árum síðar. Var þá strax reistur nýr skáli og hlaut hann nafnið Skíðheimar. Eftir að Skíðafélag Ísafjarðar var stofnað 1934, einkum fyrir forgöngu Ólafs, fékk félagið umráðarétt yfir Seljalandsdal og gerði hann að miðstöð skíðaíþróttarinnar í bænum.

 

Fyrstu árin þurfti skíðafólk að fara fótgangandi upp á Seljalandsdal, en á árunum 1938 - 1939 var lagður þangað akvegur og 1939 lét Skíðafélagið byggja nýjan skála úr timbri. Stóð hann allt til ársins 1953, þegar enn var byggt nýtt hús, nú steinsteypt og stendur það enn þann dag í dag.

 

Miðfellslyfta
Miðfellslyfta
Árið 1939 var Skíðamót Íslands haldið í annað sinn, en Siglfirðingar höfðu riðið á vaðið árið áður. Nú var komið að Ísfirðingum að vera gestgjafar og var mótinu valinn staður á Seljalandsdal, en Skíðafélag Ísafjarðar sá um alla framkvæmd mótsins. Bæjarbúar sýndu mótinu mikinn áhuga og boðið var upp á bílferðir upp á Dal á hálftíma fresti frá 9 á morgnana til kl. 18. Keppendur hældu líka aðstæðum á Seljalandsdal á hvert reipi, og virtust allir jafn hrifnir, hvort sem rætt var um göngu-, stökk- eða svigbrautir Í blaðinu Vesturlandi sagði m.a.: „Sannaðist nú sem oftar, að Seljalandsdal má vel nefna paradís skíðamanna. Eru aðkomumennirnir stórhrifnir af hinu ágæta skíðalandi.“

 

Árið 1968 varð bylting í öllum aðbúnaði skíðaáhugafólks þegar tekin var í notkun skíðalyfta á Seljalandsdal. Veturinn 1972 var svo bætt um betur þegar „efri lyftunni“ var bætt við, en hún dró skíðamenn upp í bröttustu skíðabrekku landsins.

 

Mannvirki skíðasvæðisins á Seljalandsdal skemmdust mikið árið í snjóflóðum árið 1994 og 1995 og var þá farið að huga að nýjum stað til að iðka skíðaíþróttina. Fyrir valinu varð Tungudalur, næsti dalur við Seljalandsdal. Þar voru reistar tvær lyftur og skíðaskáli, og ári eftir snjóflóðið var hægt að halda Skíðamót Íslands með miklum glæsibrag á Ísafirði.

 

Björgunarsveitin að sýna kúnstir
Björgunarsveitin að sýna kúnstir
Aðstaða fyrir svigskíðafólk er nú alveg horfin af Seljalandsdalnum, en aftur á móti stundar göngufólk íþrótt sína þar af miklum krafti. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Dalnum undanfarin misseri og öll aðstaða fyrir göngufólk, bæði almenning og keppnisfólk, stórbætt. Vegur upp á Harðarskálaflöt gerir fólki kleift að stíga beint úr bílnum á skíðin og nú skiptir ekki máli á hvaða tíma sólarhrings fólk vill ganga því öflug lýsing er á svæðinu og allir geta kveikt og slökkt á auðveldan hátt. Gamla þjónustuhúsið úr Tungudalnum er komið upp á Seljalandsdal og er orðið glæsilegt mannvirki í alla staði. Það er göngunefnd Skíðafélags Ísfirðinga sem hefur haft veg og vanda af þeim framkvæmdum.

 Staðan í dag

Tungudalur:

 Lokað

Seljalandsdalur:   

 Lokað

tilbúin göngubraut  
Dags:  15.jan
Uppfært:

 08:20

 


Opnunardagar á tímabilinu

Tungudalur : 31
Seljalandsdalur :  37

 

« Janúar »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Opnunartími 2017-18

 

  Tungudalur  
Mán           Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

  Seljalandsdalur  
Mán      Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefumsjón