Gönguskíðasvæði
Miðfell
Byrjendalyfta
| fimmtudagurinn 24. október 2013

Um svæðið

Brekkur og brautir

fallegur dagur páskana 2013
fallegur dagur páskana 2013
Á skíðasvæðinu í Tungudal eru fjölbreyttar brekkur við allra hæfi. Í dalbotninum er barnalyfta fyrir þá sem eru að taka fyrstu beygjurnar. Beint fram af Sandfellinu eru mjúkir en brattir hjallar sem aðeins eru troðnir að hluta, þannig að auðvelt er að skíða utanbrautar. 

Innar í dalnum við Miðfellslyftuna, eru mýkri brekkur fyir meðalmennina sem reyndara skíðafólk sem ekki vill ýta sér niður brekkurnar ! Frá enda lyftunnar er upplagt að skella skíðunum á bakið og rölta upp á Miðfellið og njóta útsýnisins þaðan. Í sunnanverðu Miðfellinu er brött og skemmtileg brekka. Frá enda Miðfellslyftunnar eru mjúkar brekkur niður dalbotninn sem eru upplagðar fyrir fjölskylduna. 

Snjóbrettin eru að sjálfsögðu ekki skilin útundan.  
Ef aðstæður leyfa búa starfsmenn til stökkpalla, bordercross brautir og fleira til að stytta brettaköppum stundir.

Sumarið 2006 var mikið framkvæmt í Tungudal. Búið er að fjölga snjósöfnunargirðingum og slétta brautir. Þær framkvæmdir hafa svo sannarlega skilað sér í mun meiri snjósöfnun. 

 

Gönguskíðasvæðið

Ungur skíðagarpur á framabraut
Ungur skíðagarpur á framabraut
Á Seljalandsdal er nánast alltaf opið þegar viðrar til útivistar. Reynt er að troða brautir eins snemma á daginn og mögulegt er. Best er að afla sér upplýsinga í talhólfi skíðasvæðisins 878 1011. Skíðamenn sem stunda sína íþrótt eftir að dimmt er orðið, geta kveikt á brautarlýsingunni. 


Troðnir eru 2,5, 3,5 og 5 km hringir.  Frá Seljalandsdal liggja vegir til allra átta þó ekki séu alls staðar troðnar brautir.  Auðvelt er að fara þaðan yfir á Breiðadalsheiði og þaðan niður í Engidal.  Einnig má fara upp á Kistufell og niður í Hnífsdal eða yfir til Bolungarvíkur.  

Í Tungudal er troðinn hringur á golfvellinum og um skógræktina þegar snjóalög leyfa.  Fossavatnsgangan er haldin árlega um mánaðamótin apríl/maí og er nú orðið alþjóðlegt FIS-mót í norrænni mótaröð. 

Fullkomin lýsing er á báðum svæðum.  Göngumenn kveikja sjálfir á brautalýsingu á Seljalandsdal og er rofinn utan á skíðaskálanum.  Síðasti maður muni að slökkva ljósin. 

 

Lyftur og troðarar

Mikil endurskipulagning hefur átt sér stað á skíðasvæðinu undanfarin ár. Þrjár nýjar og afkastamiklar lyftur frá Leitner eru í Tungudal og er sú lengsta 960 metrar. Öllum öryggiskröfum er framfylgt og stöðugt eftirlit er með því að lyftumannvirki sinni hlutverki sínu sem best. Afkastageta lyftumannvirkja er um 2500 manns á klukkustund. 

Lyfturnar

 Fjöldi             Lengd  Meðalhalli   Fallhæð   Flutningsgeta/
 á klst  
 Ferðatími   
Byrjendalyfta

 350 m

 7°   

 43 m     

 500

 2 mín.

 Sandfellslyfta

900 m

 16,5°   

 255 m

 900

 4 mín.

 Miðfellslyfta 

 960 m  

13°

 220 m

 1000

 4,5 mín.

 

Tveir kraftmiklir troðarar- Leitner LH500 og Pistenbully PB600- halda svæðinu í góðu formi. Mikill metnaður er lagður í að troða brekkur vel og passa upp á að ruðningar myndist ekki í brekkunum. Hefur svæðið oft fengið góð meðmæli frá þjálfurum viðsvegar að, fyrir vel unnar brekkur fyrir almenning og keppnisfólk. 

 

Skíðaskálar

Í Tungudal er glæsilegur nýr skíðaskáli, opnaður árið 2002. Vélageymsla er á jarðhæð og gistiaðstaða og veitingasala á efri hæð. Úrval varnings er á boðstólnum. Boðið er upp á létta brauðrétti, sælgæti, gosdrykki, pönnukökur, kaffi og kakó. 


Sumarið 2001 var gamli skálinn úr Tungudal fluttur upp á Seljalandsdal og settur niður við endamark keppnisbrautanna og þar með kominn varanleg aðstaða fyrir gönguskíðafólk; hvort sem það eru keppnismenn eða almenningur. Í skálanum er aðstaða til mótahalds, smyrja skíði og sötra kakó meðan þreytan líður úr manni.

 

Samgöngur

Ísafjörður er höfuðstaður Vestfjarða. Ísafjörður stendur að stærstum hluta á mikilli malareyri í Skutulsfirði við utanvert Ísafjarðardjúp. Af náttúrunnar hendi er lífhöfn innan Skutulsfjarðareyrarinnar sem gerði það að verkum að Ísafjörður varð snemma miðstöð verslunnar, samgangna, menntunar og annarar þjónustu á svæðinu. Síðan hefur verið byggður flugvöllur í Skutulsfirði og í Skutulsfirði mætast Vestfjarðarvegur (60), sem liggur úr Norðurárdal um strönd Breiðarfjarðar og hina eiginlegu Vestfirði, og Djúpvegur (61), sem liggur úr Hrútafirði um Strandir og Ísafjarðardjúp.

 

Vegakerfi Vestfjarða hefur löngum haft slæmt orð á sér en á undanförnum árum hefur orðið þar stór breyting á. Nú er búið að malbika alla leiðina frá Ísafirði til Reykjavíkur og brú yfir Mjóafjörð og vegur um Arnkötludal hafa stytt leiðina umtalsvert. Nú eru 455 km. milli staðanna og 14 km. minna aki menn Þorskafjarðarheiði sem þó er einungis fær á sumrin.

Flugfélag Íslands býður upp á flug tvisvar til þrisvar á dag til Ísafjarðar þannig að lítð mál er að skella sér á Ísafjörð á skíði.

Athugasemdir

#1

charlie058, mivikudagur 09 gst kl: 13:54

I am very comfortable and pleased to come here. Thank you very much.

#2

every, mivikudagur 09 gst kl: 13:54

Driver toolkit keygen
I am very comfortable and pleased to come here. Thank you very much.

#3

essay writing, rijudagur 22 gst kl: 11:35

Nice information, valuable and excellent design, as share good stuff with good ideas and concepts, lots of great information and inspiration, both of which I need, thanks to offer such a helpful information here.

#4

omega replica, rijudagur 12 september kl: 02:08

good!

#5

21 Questions, rijudagur 17 oktber kl: 15:23

Much thanks for composing such an intriguing article on this point. This has truly made me think and I plan to peruse more

#6

replicas de relojes, mivikudagur 18 oktber kl: 02:31

nice

#7

replicas rolex, mivikudagur 18 oktber kl: 02:33

Much thanks for composing such an intriguing article on this point. This has truly made me think and I plan to peruse more

#8

web design, rijudagur 24 oktber kl: 09:13

It is great to have the opportunity to read a good quality article with useful information on topics that plenty are interested one.I concur with your conclusions and will eagerly look forward to your future updates

#9

Assignment Writing Service, rijudagur 07 nvember kl: 13:21

Content of the blog is not the same as others as I have perused many online journals and articles however discovered such substance no place. Amazing written work and merit a title of remarkable composition ability.

#10

Coursework Writing, rijudagur 12 desember kl: 09:44

The Westfjords avenue community has long been a bad word, but in current years there was a big change. An asphalt has already been reached from Isafjordur to Reykjavík and a bridge over Mjóafjordur and the street via Arnkötludal has severely cut the course.

#11

ejbca alternative, fstudagur 22 desember kl: 09:49

I thank you for the information! I was looking for and could not find. You helped me!

#12

Custom Essay Help Service, mivikudagur 27 desember kl: 12:51

skiing is just a time pass, I love to do, its fun I think most of the people around my place love skiing as we live in cold regions so that's why we love doing it.

#13

Dissertation Writing Help, mivikudagur 10 janar kl: 11:52

Here are many ski areas in Europe that for me are better than the states. Courchevel in three valleys, Verbier in Switzerland and St. Anton are just some, it all depends on what you are looking for from a ski vacation and how good a skier you are.

#14

Over there, fimmtudagur 11 janar kl: 14:38

Unfortunately, no university prepares specialists in relations with international gopniks.

Skrifaðu athugasemd:


 Staðan í dag

Tungudalur:

 Lokað

Seljalandsdalur:   

 Lokað

tilbúin göngubraut  
Dags:  15.jan
Uppfært:

 08:20

 


Opnunardagar á tímabilinu

Tungudalur : 31
Seljalandsdalur :  37

 

« Janúar »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Opnunartími 2017-18

 

  Tungudalur  
Mán           Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

  Seljalandsdalur  
Mán      Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefumsjón