Gönguskíðasvæði
Miðfell
Byrjendalyfta
| fimmtudagurinn 24. október 2013

Um svæðið

Brekkur og brautir

fallegur dagur páskana 2013
fallegur dagur páskana 2013
Á skíðasvæðinu í Tungudal eru fjölbreyttar brekkur við allra hæfi. Í dalbotninum er barnalyfta fyrir þá sem eru að taka fyrstu beygjurnar. Beint fram af Sandfellinu eru mjúkir en brattir hjallar sem aðeins eru troðnir að hluta, þannig að auðvelt er að skíða utanbrautar. 

Innar í dalnum við Miðfellslyftuna, eru mýkri brekkur fyir meðalmennina sem reyndara skíðafólk sem ekki vill ýta sér niður brekkurnar ! Frá enda lyftunnar er upplagt að skella skíðunum á bakið og rölta upp á Miðfellið og njóta útsýnisins þaðan. Í sunnanverðu Miðfellinu er brött og skemmtileg brekka. Frá enda Miðfellslyftunnar eru mjúkar brekkur niður dalbotninn sem eru upplagðar fyrir fjölskylduna. 

Snjóbrettin eru að sjálfsögðu ekki skilin útundan.  
Ef aðstæður leyfa búa starfsmenn til stökkpalla, bordercross brautir og fleira til að stytta brettaköppum stundir.

Sumarið 2006 var mikið framkvæmt í Tungudal. Búið er að fjölga snjósöfnunargirðingum og slétta brautir. Þær framkvæmdir hafa svo sannarlega skilað sér í mun meiri snjósöfnun. 

 

Gönguskíðasvæðið

Ungur skíðagarpur á framabraut
Ungur skíðagarpur á framabraut
Á Seljalandsdal er nánast alltaf opið þegar viðrar til útivistar. Reynt er að troða brautir eins snemma á daginn og mögulegt er. Best er að afla sér upplýsinga í talhólfi skíðasvæðisins 878 1011. Skíðamenn sem stunda sína íþrótt eftir að dimmt er orðið, geta kveikt á brautarlýsingunni. 


Troðnir eru 2,5, 3,5 og 5 km hringir.  Frá Seljalandsdal liggja vegir til allra átta þó ekki séu alls staðar troðnar brautir.  Auðvelt er að fara þaðan yfir á Breiðadalsheiði og þaðan niður í Engidal.  Einnig má fara upp á Kistufell og niður í Hnífsdal eða yfir til Bolungarvíkur.  

Í Tungudal er troðinn hringur á golfvellinum og um skógræktina þegar snjóalög leyfa.  Fossavatnsgangan er haldin árlega um mánaðamótin apríl/maí og er nú orðið alþjóðlegt FIS-mót í norrænni mótaröð. 

Fullkomin lýsing er á báðum svæðum.  Göngumenn kveikja sjálfir á brautalýsingu á Seljalandsdal og er rofinn utan á skíðaskálanum.  Síðasti maður muni að slökkva ljósin. 

 

Lyftur og troðarar

Mikil endurskipulagning hefur átt sér stað á skíðasvæðinu undanfarin ár. Þrjár nýjar og afkastamiklar lyftur frá Leitner eru í Tungudal og er sú lengsta 960 metrar. Öllum öryggiskröfum er framfylgt og stöðugt eftirlit er með því að lyftumannvirki sinni hlutverki sínu sem best. Afkastageta lyftumannvirkja er um 2500 manns á klukkustund. 

Lyfturnar

 Fjöldi             Lengd  Meðalhalli   Fallhæð   Flutningsgeta/
 á klst  
 Ferðatími   
Byrjendalyfta

 350 m

 7°   

 43 m     

 500

 2 mín.

 Sandfellslyfta

900 m

 16,5°   

 255 m

 900

 4 mín.

 Miðfellslyfta 

 960 m  

13°

 220 m

 1000

 4,5 mín.

 

Tveir kraftmiklir troðarar- Leitner LH500 og Pistenbully PB600- halda svæðinu í góðu formi. Mikill metnaður er lagður í að troða brekkur vel og passa upp á að ruðningar myndist ekki í brekkunum. Hefur svæðið oft fengið góð meðmæli frá þjálfurum viðsvegar að, fyrir vel unnar brekkur fyrir almenning og keppnisfólk. 

 

Skíðaskálar

Í Tungudal er glæsilegur nýr skíðaskáli, opnaður árið 2002. Vélageymsla er á jarðhæð og gistiaðstaða og veitingasala á efri hæð. Úrval varnings er á boðstólnum. Boðið er upp á létta brauðrétti, sælgæti, gosdrykki, pönnukökur, kaffi og kakó. 


Sumarið 2001 var gamli skálinn úr Tungudal fluttur upp á Seljalandsdal og settur niður við endamark keppnisbrautanna og þar með kominn varanleg aðstaða fyrir gönguskíðafólk; hvort sem það eru keppnismenn eða almenningur. Í skálanum er aðstaða til mótahalds, smyrja skíði og sötra kakó meðan þreytan líður úr manni.

 

Samgöngur

Ísafjörður er höfuðstaður Vestfjarða. Ísafjörður stendur að stærstum hluta á mikilli malareyri í Skutulsfirði við utanvert Ísafjarðardjúp. Af náttúrunnar hendi er lífhöfn innan Skutulsfjarðareyrarinnar sem gerði það að verkum að Ísafjörður varð snemma miðstöð verslunnar, samgangna, menntunar og annarar þjónustu á svæðinu. Síðan hefur verið byggður flugvöllur í Skutulsfirði og í Skutulsfirði mætast Vestfjarðarvegur (60), sem liggur úr Norðurárdal um strönd Breiðarfjarðar og hina eiginlegu Vestfirði, og Djúpvegur (61), sem liggur úr Hrútafirði um Strandir og Ísafjarðardjúp.

 

Vegakerfi Vestfjarða hefur löngum haft slæmt orð á sér en á undanförnum árum hefur orðið þar stór breyting á. Nú er búið að malbika alla leiðina frá Ísafirði til Reykjavíkur og brú yfir Mjóafjörð og vegur um Arnkötludal hafa stytt leiðina umtalsvert. Nú eru 455 km. milli staðanna og 14 km. minna aki menn Þorskafjarðarheiði sem þó er einungis fær á sumrin.

Flugfélag Íslands býður upp á flug tvisvar til þrisvar á dag til Ísafjarðar þannig að lítð mál er að skella sér á Ísafjörð á skíði.

 Staðan í dag

Tungudalur:

17:00

Seljalandsdalur:   

17:00

Miðfell: 17:00
Dags: 13.des
Uppfært:

13:00

 


Opnunardagar á tímabilinu

Tungudalur : 11
Seljalandsdalur :  16

 

« Desember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Veður
Seljalandsdalur - skíðaskáli NA 4 m/s, 0,4 °C, Mesti vindur: 4 m/s, Mesta hviða: 6 m/s
Opnunartími 2017-18

 

  Tungudalur  
Mán           Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

  Seljalandsdalur  
Mán      Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefumsjón