Gönguskíðasvæði
Miðfell
Byrjendalyfta
| miðvikudagurinn 2. apríl 2014

Saga skíðavikunnar

Skíðavikan á Ísafirði á sér 78 ára sögu en hún var fyrst haldin um páska árið 1935 og hefur Skíðavikan verið snar þáttur í menningarlífi Ísfirðinga frá þeim tíma er gestir sigldu til Ísafjarðar með farþegaskipinu Súðinni og seinna Gullfossi til að taka þátt í veglegum hátíðahöldum. 
Fjöldi gesta leggur árlega leið sína vestur um páska og er oft haft á orði að íbúafjöldi Ísafjarðar tvöfaldist í dymbilvikunni. Úrval listamanna, jafnt ísfirskir sem aðkomnir, hafa troðið upp á Skíðaviku í gegnum tíðina og eiga margir sinn fasta sess í dagskrá vikunnar.
Það hefur alltaf verið markmið Skíðavikunnar að vera með sem fjölbreyttasta dagskrá og miðast hún síður en svo við áhuga á skíðaíþróttinni. Enda hefur það sýnt sig að gestir hátíðarinnar koma allstaðar að og er sama hvort um sé að ræða partíglöð ungmenni og nátthrafna, miðaldra brottflutta Ísfirðinga, útivistarfólk eða krakka með páskaeggjadellu.
Lengst af einskorðaðist Skíðavikan við Ísafjörð en með bættum samgöngum hefur dagskráin teygt anga sína út til nágrannabyggðarlaga Ísafjarðar síðustu ár með góðum árangri og nær hún nú til Dýrafjarðar, Önundarfjarðar og Súgandafjarðar auk Bolungarvíkur.
Stærstur hluti dagskrárinnar fer fram á ágætu skíðasvæði Ísfirðinga í Dölunum tveimur, Tungudal og Seljalandsdal. Á kvöldin skemmta landsfrægar hljómsveitir og tónlistarfólk á veitingastöðum bæjarins og fjölmargir aðrir menningarviðburðir prýða dagskrána, jafnt veraldlegir sem trúarlegs eðlis.

 Staðan í dag

Tungudalur:

 Lokað

Seljalandsdalur:   

 Lokað

tilbúin göngubraut  
Dags:  15.jan
Uppfært:

 08:20

 


Opnunardagar á tímabilinu

Tungudalur : 31
Seljalandsdalur :  37

 

« Janúar »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Opnunartími 2017-18

 

  Tungudalur  
Mán           Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

  Seljalandsdalur  
Mán      Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefumsjón