Gönguskíðasvæði
Miðfell
Byrjendalyfta

Skíða og Brettaskólinn

Skíða og brettaskólinn er opinn allar helgar

Skólinn er tveir tíma í senn, annarsvegar 10:00-12:00 og hinsvegar 12:30-14:30 bæði laugardaga og sunnudaga. Mikilvægt er að bóka kennslu tímanlega þar sem einungis er hægt að taka við ákveðið mörgum nemendum í senn, eins fellur skólinn niður ef þátttaka er ekki næg.
Ef bókun berst fyrir kl. 21:00 á fimmtudegi, þá viku sem sótt er um að koma í skólann, er hægt að staðfesta kennslu strax. Bókanir sem berast með styttri fyrirvara þarf að skoða sérstaklega í hvert skipti fyrir sig. 

Til að bóka sig í skólann þarf að senda tölvupóst á skidaskoli@dalirnir.is, tekið skal fram nafn, aldur og getustig þess sem er verið að skrá. 

Aldurslágmark er ekkert en þörf er á að nemandi geti staðið sjálf/ur á skíðunum, tekið er við börnum upp að 12 ára aldri í skólann.

Skíða- og brettaskólanum er stýrt af hæfu skíða/brettafólki sem stundað hefur skíði/bretti í mörg ár. Skólinn er góður grunnur fyrir þá sem vilja leggja frekari stund á íþróttina en virkar einnig sem afþreying fyrir yngri kynslóðina á meðan þeir eldri prufa brekkurnar aðeins. 

 

Verðskrá:

Skíðaskóli

Eitt skipti (2 klst)     5000.-
Heill dagur (4 klst)   7000.-

Ef fleiri en eitt skipti eru bókuð í senn fæst afsláttur af framhaldstímunum.  
Lyftukort er innifalið í verði.

Einkakennsla er í boði fyrir byrjendur á öllum aldri, hver tími er þá 1,5 klst og kostar 7000.- á mann. Ef fleiri en einn eru saman í einkakennslu lækkar verðið á mann miðað við fjölda í tíma. Tekið er við hámark þremur nemendum í senn. 

 

Það sem gott er að hafa með sér:

Góðar hlífðarbuxur

Vatnshelda vettlinga

Skíðagleraugu eða sólgleraugu, (skíðagleraugu eru betri)

Hjálm

Sólaráburð

 

 

Styrkleikaflokkar:

0.stig 

Hefur aldrei skíðað áður.

1.stig  

Hefur prófað að skíða áður og getur stoppað sig í "pizzu" (plóg). Getur beygt örugglega í pizzubeygjum í léttustu brekkunum. Krökkunum er kennt að fara í byrjendalyftuna.

2.stig 

Getur sett skíðin saman í lok beygjunnar. Líður best í grænu brekkunum.

 3.stig 

Getur sett skíðin saman við miðbik beygjunnar, farin að blanda saman grænum og léttum bláum brekkum.

 4.stig

Getur skíðað þægilega með skíðin samhliða með staftökum í grænum og bláum brekkum.

 5.stig

Getur tekið stuttar öruggar beygjur í bláum, rauðum og svörtum brekkum.

 6.stig Getur tekið stuttar taktfastar beygjur í svörtum erfiðum brekkum í mismunandi skíðafæri.

 

 Staðan í dag

Tungudalur:

Close

Seljalandsdalur:   

Close

Gullhóll: Lokað
Dags: 09.Nov
Uppfært: 09:00

 


Opnunardagar á tímabilinu

Tungudalur : 0
Seljalandsdalur :  0

 

« Nóvember »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Veður
Seljalandsdalur - skíðaskáli V 4 m/s, -4,0 °C, Mesti vindur: 4 m/s, Mesta hviða: 11 m/s
Opnunartími Páskar
  Tungudalur  
Mán           Close  
Þri Close  
Mið Close   
Fim Close  
Fös Close  
Lau Close  
Sun Close  

 

 

 

 

 

 

 

  Seljalandsdalur  
Mán      Close  
Þri Close  
Mið Close   
Fim Close  
Fös Close  
Lau Close  
Sun Close  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefumsjón