Gönguskíðasvæði
Miðfell
Byrjendalyfta

Skíða og Brettaskólinn

Skíða og brettaskólinn er opinn allar helgar

Skólinn er tveir tíma í senn, annarsvegar 10:00-12:00 og hinsvegar 12:30-14:30 bæði laugardaga og sunnudaga. Mikilvægt er að bóka kennslu tímanlega þar sem einungis er hægt að taka við ákveðið mörgum nemendum í senn, eins fellur skólinn niður ef þátttaka er ekki næg.
Ef bókun berst fyrir kl. 21:00 á fimmtudegi, þá viku sem sótt er um að koma í skólann, er hægt að staðfesta kennslu strax. Bókanir sem berast með styttri fyrirvara þarf að skoða sérstaklega í hvert skipti fyrir sig. 

Til að bóka sig í skólann þarf að senda tölvupóst á skidaskoli@dalirnir.is, tekið skal fram nafn, aldur og getustig þess sem er verið að skrá. 

Aldurslágmark er ekkert en þörf er á að nemandi geti staðið sjálf/ur á skíðunum, tekið er við börnum upp að 12 ára aldri í skólann.

Skíða- og brettaskólanum er stýrt af hæfu skíða/brettafólki sem stundað hefur skíði/bretti í mörg ár. Skólinn er góður grunnur fyrir þá sem vilja leggja frekari stund á íþróttina en virkar einnig sem afþreying fyrir yngri kynslóðina á meðan þeir eldri prufa brekkurnar aðeins. 

 

Verðskrá:

Skíðaskóli

Eitt skipti (2 klst)     5000.-
Heill dagur (4 klst)   7000.-

Ef fleiri en eitt skipti eru bókuð í senn fæst afsláttur af framhaldstímunum.  
Lyftukort er innifalið í verði.

Einkakennsla er í boði fyrir byrjendur á öllum aldri, hver tími er þá 1,5 klst og kostar 7000.- á mann. Ef fleiri en einn eru saman í einkakennslu lækkar verðið á mann miðað við fjölda í tíma. Tekið er við hámark þremur nemendum í senn. 

 

Það sem gott er að hafa með sér:

Góðar hlífðarbuxur

Vatnshelda vettlinga

Skíðagleraugu eða sólgleraugu, (skíðagleraugu eru betri)

Hjálm

Sólaráburð

 

 

Styrkleikaflokkar:

0.stig 

Hefur aldrei skíðað áður.

1.stig  

Hefur prófað að skíða áður og getur stoppað sig í "pizzu" (plóg). Getur beygt örugglega í pizzubeygjum í léttustu brekkunum. Krökkunum er kennt að fara í byrjendalyftuna.

2.stig 

Getur sett skíðin saman í lok beygjunnar. Líður best í grænu brekkunum.

 3.stig 

Getur sett skíðin saman við miðbik beygjunnar, farin að blanda saman grænum og léttum bláum brekkum.

 4.stig

Getur skíðað þægilega með skíðin samhliða með staftökum í grænum og bláum brekkum.

 5.stig

Getur tekið stuttar öruggar beygjur í bláum, rauðum og svörtum brekkum.

 6.stig Getur tekið stuttar taktfastar beygjur í svörtum erfiðum brekkum í mismunandi skíðafæri.

 

 Staðan í dag

Tungudalur:

 Lokað

Seljalandsdalur:   

 Lokað

tilbúin göngubraut  
Dags:  15.jan
Uppfært:

 08:20

 


Opnunardagar á tímabilinu

Tungudalur : 31
Seljalandsdalur :  37

 

« Janúar »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Opnunartími 2017-18

 

  Tungudalur  
Mán           Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

  Seljalandsdalur  
Mán      Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefumsjón