Gönguskíðasvæði
Miðfell
Byrjendalyfta
| fimmtudagurinn 21. nóvember 2013

Starfsmenn lögðust á bæn

Hlýindin sem að hafa verið að ganga yfir í dag hafa nú ekki gert okkur gott, allavega fyrir neðsta hluta svæðiðisins þannig að starfsmenn lögðust á bæn í dag og báðu veðurguðinn um snjókomu. 

Jákvæða við hlýindin er að þetta styrkir grunninn í brekkunum.

Spáð er frosti yfir helgina og rólegu veðri en strax á mánudag á að hlýna aftur skvm langtímaspá og vera rigning mánudag og þriðjudag, Við vonumst til að það gangi ekki eftir og gerðum við heiðarlega tilraun til að múta veðurstofumönnum í dag um að stýra veðrinu aðeins betur en án árangurs. 

Vinna við afgreiðslu á Seljalandsdal er kominn á skrið og náum við vonandi að opna fljótlega eftir helgi, við vitum af því að margir eru farnir að vilja kaupa sér árskort og geta vart beðið með að greiða fyrir aðgang að flottasta gönguskíðasvæði Evrópu. 

Standsetningu á báðum troðurunum er nú senn að ljúka og munu starfsmenn mögulega fagna því með einum kaffibolla.

Undirbúningur og vinna við standsetningu á lyftum er hinsvegar byrjuð og kominn á fullt, stefnt er af því að hengja Jójó á Miðfellslyftu á morgunn Föstudag, Þeir sem vilja leggja okkur lið, mega endilega hafa samband við okkur á emaili: gauturivar@isafjordur.is  

 

| þriðjudagurinn 19. nóvember 2013

Næg vinna framundan

Já góðu vinir, nú eru starfsmenn glaðir með nýju himnasendinguna, Í þessum töluðu orðum er verið að vinna Göngusvæðið svo að það verði sem aðgengilegast fyrir alla, Við erum einnig að fara að setja upp afgreiðsluna svo að við getum opnað almennilega, en við stefnum á að svæðið verði að mestu klárt fyrir helgi.

Nú undanfarið hefur verið troðinn braut að 3.3 km og nokkrir fengið að prufa, Frá og með þessum degi verður útbúin braut alla virka daga, og því ættu allir að geta skellt sér og prufað gönguskíðinn eftir vinnudaginn.

Í Tungudal er verið að vinna bakka 1 og 3 og verður möguleiki á að opna þá fljótlega,

Á verkstæðinu er nóg að gera við að standsetja gamla troðarann, hann var farinn að kalla á mikið viðhald og því hefur dregist aðeins að koma honum í gagnið, við vonumst hins vegar til að þetta viðhald verði til þess að troðarinn gangi hnökrulaust í allan vetur, Bjartsýni er lykillinn að framtíðinni :D.

enn er eftir að standsetja lyftur og er undirbúningsvinna hafinn fyrir það. Nokkrir öflugir skíðafélagsmenn hafa boðist til að veita okkur aðstoð þar sem að við erum komnir í smá tímapressu til að ná takmarki okkar með opnunn 1. des.

 

Af starfsmö0nnum er það að frétta að við erum orðnir spenntir fyrir að opna og fá að þjónusta ykkur. 

| miðvikudagurinn 13. nóvember 2013

Stefnt að opnun

Eyþór Jóvins á gönguskíðum, Skíðagallinn hans þótti með eindæmum þæginlegur
Eyþór Jóvins á gönguskíðum, Skíðagallinn hans þótti með eindæmum þæginlegur

Já okkar æðislegu vinir, nú er kominn snjór og það þýðir að við ætlum að fara að opna. 

Við ætlum að vinna göngubrautir næstu daga og er stefnt að opnun þar um helgina. ekki verður um formlega opnun að ræða alveg strax og því ekki komin áætlun á troðslu né opnun á afgreiðslu, Afgreiðslan er nýjung á Seljalandsdal sem að er prufuverkefni í vetur, þar verða seldur varningur og aðgangur að svæði, en nánar um það síðar. 

Við vonumst til að brautirnar verða klárar á föstudaginn en spáð er flottu veðri um helgina og því ætti ekkert að vera til fyrirstöðu á að draga út skíðin og skella sér á dalinn fagra 

Í Tungudal er en stefnan á að opna 1 des og erum við starfsmenn bjartsýnir á að það gangi upp, 

Nánari uppl þegar nær dregur, endilega fylgist með :D 

| laugardagurinn 2. nóvember 2013

Allt að gerast

Helgi Mar og Kristófer Darri í standsetningu á troðara (það reyndist mikil hjálp í þeim síðnefnda og klárlega góður vélamaður þar á ferð)
Helgi Mar og Kristófer Darri í standsetningu á troðara (það reyndist mikil hjálp í þeim síðnefnda og klárlega góður vélamaður þar á ferð)

Já þá er október liðin og margt sem starfsmenn hafa verið að bauka, nú eru báðir troðararnir í standsetningu og taka þá lyfturnar við. Áætlað er að báðir troðararnir verði komnir úr standsetningu fyrir 15. nóv, en standsetningu á öðrum þeirra er að ljúka. 

Vinna við heimasíðuna er á lokastigi en vantar nokkra punkta uppá til að klára hana.

Nú eru stór áform með veturinn þar sem áætlað er að leggjast í miklar áherslubreytngar á svæðinu og markaðsvæða svæðið til muna. Ekki er unnt að greina frá öllu sem komið er, en það sem hægt er að greina frá er að ákveðið hefur verið að kaupa auglýsingu hjá bb.is þar sem að á alltaf að koma fram hvort sé opið og þá á hvaða tíma, á hin bogin verða hvatningar orð til lesenda um að skella sér á skíði, Hafin er hönnun á hinum ýmsu upplýsingarskiltum sem að verða vonandi klár til uppsetningar fljótlega.

Svæðið fjárfesti nýlega í yfir 20 nýjum ljóskösturum sem að eiga að sinna því hlutverki að lýsa upp efri hluta Sandfellslyftu og Miðfellslyftu. vinna við uppsetningu staurana hefst vonandi fljótlega.

Á Seljalandsdal er búið að girða mikið og breyta til marksvæðinu til hins betra, þar hefur einnig verið endurreistur ljósastaur sem fór í sjóflóði hér árum áður og í þessum "skrifuðu" orðum er verið að reisa tvo nýja ljósastaura á svæðinu.     

Það er því ekki hægt að segja að Starfsmenn skíðasvæðisins hafi setið auðum höndum undanfarið, áhugamönnum er velkomið að kíkja til okkar í kaffi og óformlegt spjall á vinnutíma, við tökum ávallt á móti gestum með bros á vör og ilmandi heitt kaffi :D  

| fimmtudagurinn 24. október 2013

Starfsmenn í snyrtingu umhverfis skíðaskálann

Helgi Mar og Hlynur í hellulögn
Helgi Mar og Hlynur í hellulögn

Starfsmenn skíðasvæðisins fóru nú á dögunum um svæðið og hreinsuðu til í kringum lyftur og skálann. Meðal annars var hellulagt fyrir utan innkomu á verkstæði, lagað til í gám, tekið til í nærumhverfi skálans og sett ruslakör fyrir utan, gengið var frá þeim þannig að þau fjúki ekki.

Margt er á döfinni hjá starfsmönnum til að tryggja góðan vetur og er nú verið að hefja yfirferð á tækjum svæðisins sem og að ýta nýjum framkvæmdum í gang

nánar um framkvæmdirnar koma síðar en meðal þeirra er þessi nýja síða skíðasvæðisins

 

hlökkum mikið til vetrarins

kv Starfsmenn skíðasvæðisins  

 Staðan í dag

Tungudalur:

 15:00

Seljalandsdalur:   

 15:00

tilbúin göngubraut  
Dags:  18.jan
Uppfært:

 13:00

 


Opnunardagar á tímabilinu

Tungudalur : 33
Seljalandsdalur :  39

 

« Janúar »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Opnunartími 2017-18

 

  Tungudalur  
Mán           Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

  Seljalandsdalur  
Mán      Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefumsjón