Gönguskíðasvæði
Miðfell
Byrjendalyfta
| laugardagurinn 14. desember 2013

Laugardagurinn 14.des

Kristján flottur í sólinni
Kristján flottur í sólinni

Já góðir gestir, við ætlum okkur að opna í dag Laugardag. 

Nokkrir hlutir sem að þurfa að koma á framfæri. áður en að þú leggur leið þína í eða á dalinn.

Í Tungudal er EKKI hægt að opna Sandfellslyftu, af því tilefni ætlum við að aðstoða fólk við að komast að Miðfellslyftu. Bakkar 1,2 og 3 verða opnir en einungis frá 7unda staur sem að þýðir að við getum ekki helypt alveg uppá topp. Brekkurnar í kringum miðfell eru samt í flottu ástandi. 

Það er því miður er ekki hægt að opna byrjendasvæðið, þar komu nokkrir blettir uppúr snjónum í gær og er nokkuð þunnt lag yfir brekkunni á köflum. Við erum sárir yfir því að geta ekki opnað þar en lyftan verður samt í gangi til að ferja fólk í Miðfell. 

Hlýindin og rigningin í gær skemmdu nokkuð fyrir okkur þar sem að spár gerðu ráð fyrir að þetta yrði snjókoma fyrr í vikunni.

þörf er á að fara með aðgát í Kvennabrekkunni nokkrir blettir eru þar sem að við reynum að merkja eins og hægt er. Í brekkunni er ein þrenging sem að leiðir fólk áfram til að forðast skurð sem þar er. í gegnum þessa þrengingu þarf að fara sérstaklega varlega til að skíðin skemmist ekki.  

Á Seljalandsdal er því miður ekki hægt að opna hringinn á Skarðsengi eins og við vonuðumst, veður spilaði þar soldið inní en við munum reyna eins og við getum til að opna hann í næstu viku, Troðnar verða samt brautir að 5 km 

Veður núna kl 8 er ekkert sérstakt, það er smá skafrenningur en engu að síður hart og flott færi, Það á samt að lægja með deginum

með tilhlökkun um að sjá ykkur öll :D 

 

| miðvikudagurinn 11. desember 2013

Opnum í Tungudal á Laugardaginn 14. des

Þá er komið að því, Tungudalurinn opnar á Laugardaginn kl 10:00. 

Snjóalög á svæðinu eru samt ekki alveg eins og við viljum hafa þau þannig að við verðum með nokkra staði sem þarf að fara með aðgát, þeir verða sérstaklega merktir og biðjum við iðkenndur vinsamlega um að fara varlega þar í kring. 

Erfitt er að troða Sandfellssporið sökum snjóleysis og er óvíst að hægt verði að troða það, því gæti sporið verið ótroðið til að byrja með og því ekki ætlað óvönum, en við munum bjóða þeim far sem þurfa uppí Miðfell.

Byrjendalyftan og allt það svæði verður með góðu móti og því er um að gera að mæta með alla fjölskylduna.

Á Seljalandsdal er áætlað að opna skarðsengishringinn um helgina. 

 

 

| þriðjudagurinn 10. desember 2013

Stefnum á opnun í Tungudal á laugardaginn 14.des

Nú er komið að því, veturinn að hefjast og starfsmenn á fullu að undirbúa lyftur og annað sem að þarf að vera í lagi. Stefnt er að því að opna Tungudalinn á laugardaginn n.k. 14. des 

Miðfellslyfta er klár ásamt þremur brekkum, að vísu bara að 7unda staur en við ætlum að reyna að koma inn efra svæðinu fyrir helgi, Byrjendalyftan er er í standsetningu sem og Sandfell en vonandi nást lyfturnar inn fyrir helgi. 

Á Seljalandsdal er stefnt að því að opna skarðsengishringinn um helgina, 

Snjóframleiðsla hefur gengið brösulega vegna rafmagnsbilana en prufa á byssunni ætti að sýna hvort að hægt verði að framleiða næstu daga. 

Framundan er einhver snjókoma í veðurkortum og því fögnum við. Þó að nægur snjór sé kominn þá má alltaf bæta í 

Forstöðumaðurinn (ég) skellti sér í skoðunarferð um Hlíðarfjall um helgina og kynnti sér alla starfsemi þar ítarlega, nú er verið að vinna úr öllum þeim hugmyndum sem að komu upp við þá heimsókn. Ég þakka Hlíðarfallsmönnum fyrir frábærar viðtökur 

| föstudagurinn 29. nóvember 2013

Formleg opnunn Seljalandsdals á Laugardaginn

Starfsmenn smakka vöflurnar
Starfsmenn smakka vöflurnar

Það er komið af því, í fyrsta skiptið ætlum við að bjóða uppá þjónustu í Skíðheimum, Kaffi Skíðheimar mun opna formlega á Laugardaginn 30.nóv kl 11:00 og eru allir velkomnir, Starfsmenn fengu að prufukeyra vöflurnar sem að á að bjóða uppá í vetur við góðar undutektir, Boðið verður uppá ýmsa hluti í sjoppunni í vetur, s.s. Súpur, samlokur, vöflur, Pönnukökur og margt fleira. Einnig verður opnuð skíðaleiga með öllum tiltækum búnaði, alir eru velkomnir að kíkja í Kaffi og njóta útsýnisins og mannlífsins sem að skíðheimar bjóða uppá. 

Aðrar fréttir af svæðinu eru þær að loksins er búið að standsetja báða troaðarana. það reyndist töluvert stærra verk en við áttum von á þar sem að það var komin mikil þreyta í beltaganga. Búið er að panta ný belti á rauða troðaran og nú hefst standsetning lyftana á fullu. Við erum nú langt komnir með miðfellið, og undirbúningur hafinn að yfirfara Sandfellslyftu.

Starfsmenn fóru og settu upp nokkra ljósastaura í síðustu viku og er þá kominn lýsing uppá topp á sandfellið og alveg að háubrún á göngusvæðinu. það á að vísu eftir að rúlla kaplinum út en það hefst nú vonandi fljótlega.

það sem framundan er fyllir langan lista en fyrst og fremst er það lyfturnar, uppfærsla á skidata aðgönguhliðunum, tiltekt á verkstæði og að koma sér almennilega í markaðsmálin.

Nú fer okkur bara að vanta meiri snjó til að geta farið að opna :D

 

| sunnudagurinn 24. nóvember 2013

Fyrsta æfing vetrarins

fyrsta keyrslan á Miðfellslyftu
fyrsta keyrslan á Miðfellslyftu
1 af 3

Já góðu vinir, það er búið að prufa svæðið fyrir veturinn því að fyrsta æfing vetrarins var í dag, Nýr þjálfari skíðafélagsins, meistari Snorri Páll mætti klukkan 10 í morgun með fullt af hressu fólki til að taka út svæðið, enn er ekki hægt að opna fyrir almening en vonir standa til að það gangi í gegn fljótlega. 

Gönguskíðasvæðið er að sjálfsögðu opið og gengur allt vel þar enda venjan að það sé hægt að opna það fyrr. 

Snjóframleiðsla er í fullum gangi yfir byrjendasvæið og virðist það vera eini snjórinn sem að þoldi hlýindin í þessari viku en við höfum látið snjóbyssuna vera á fullu í frostinu sem að helgin gaf okkur. 

nú vonumst við starfsmenn til að veðurguðinn hafi heyrt bænir okkar og gefi okkur góða snjókomu í vikunni. 

 Staðan í dag

Tungudalur:

 15:00

Seljalandsdalur:   

 15:00

tilbúin göngubraut  
Dags:  18.jan
Uppfært:

 13:00

 


Opnunardagar á tímabilinu

Tungudalur : 33
Seljalandsdalur :  39

 

« Janúar »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Opnunartími 2017-18

 

  Tungudalur  
Mán           Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

  Seljalandsdalur  
Mán      Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefumsjón