Gönguskíðasvæði
Miðfell
Byrjendalyfta
| fimmtudagurinn 19. mars 2015

Óskum eftir starfsfólki um Páskana

Má bjóða þér að vera í miðju aðalskemmtunarinnar um páskana. 

Okkur vantar starfsfólk í nokkur æðisleg verkefni um páskana, meðal annars lyftuvörslu og afgreiðslu. vinnutími er frá 9-18 þá daga sem opið er.

skemmtilegur starfsandi og möguleiki á meiri vinnu eftir páskana  

Nánari uppl veitir Gautur Ívar Halldórsson forstöðumaður í síma 450-8404 eða 894-2735 og á netfanginu gauturivar@isafjordur.is 

| föstudagurinn 27. febrúar 2015

Troðari komin í lag

Troðarinn er komin í lag og lítið eftir til að eldri troðarinn komist í lag. 

Svæðið varð fyrir nokkru tjóni í veðrinu sem gekk yfir þar sem ein rúða brotnaði og mótorhlífar fuku af lyftunum. 

Mikið að nýjum snjó er komin á svæðið og því er mikil vinna framundan til að opna. 

Á morgun Laugardag stefnum við á opnun, dagurinn er samt nokkuð tvísýnn með veður að gera en við ætlum að byrja snemma í fyrramálið til að undirbúa daginn.

Stefnt er á að opna Byrjendayftu kl 10 og svo verða hinar að koma í kjölfarið eftir því hvernig hlutirnir vinnast.

Stefnt er á opnun á Seljalandsdal kl 11 og verður troðin 3,3 km hringur. vegurinn verður mokaður í fyrramálið og ræðst opnun soldið af því en stefnan er kl 11. 

smkv spám á að vera norðaustan 13-18 m/s í nótt og úrkomu, þetta á að haldast fram til um kl 8 og því þýðir lítið fyrir okkur að taka alla nótina á troðurum i slíku veðri og þess vegna næst væntanlega ekki að fullvinna svæðið enda mikið af nýjum snjó að vinna úr 

takk takk og vonumst til að sjá ykkur á morgun laugardag 

| þriðjudagurinn 24. febrúar 2015

Lokun vegna tjóns á troðara

Í morgun átti sér stað óhapp í sneiðingnum okkar þar sem troðarinn var við störf við undirbúning fyrir opnun á svæðinu. Úr varð að tjakkur sem stýrir tönninni á troðaranum brotnaði, verið er að smíða nýjan en er það gert á sérhæfðu verkstæði fyir sunnan. þeir áætla að tjakkurinn verði klár á föstudaginn og vonumst við til að það gangi eftir. Ísetning ætti ekki að taka langan tíma og því ætti troðarinn að vera kominn fljótlega í vinnu eftir að varahlutur berst. 

því miður erum við bara svo háðir þessum troaðara að ekki verður unnt að opna svæðið.

Gamli troðarinn okkar er ennþá inná verkstæðisgólfi og hefur nú ekki virkað síðan rétt eftir áramót, enn er beðið varahlutar í hann en var okkur að berast til eyrna að hann gæti komið fljótlega. Mikið er búið að hrjá hann þennan veturinn og er ekki mikið eftir, bæði beltagangur og annað orðið mjög slitið í troðaranum. 

Við vonumst nú til að þetta fari nú samt allt að smella saman til að klára veturinn með okkur. 

Veðurspá næstu daga er ekki hagstæð svæðinu og hver veit nema að þetta hafi bara komið upp á góðum tíma. 

kv Starfsmenn skíðasvæðisins 

| þriðjudagurinn 3. febrúar 2015

Aukin opnun í febrúar

Í Febrúar ætlum við að auka opnun skíðasvæðisins til að bjóða velkomna hingað ferðamenn í vetrarfríum. Er þessi liður einnig hugsaður til að bæta þjónustuna við heimafólk.

Nú mun vera sjö daga opnun frá og með þriðjudeginum 3. feb fram til sunnudagsins 22. feb.  Jafnframt verður aukaopnun fimmtudaginn 26 feb.

Opnunartíminn verður einnig aukinn og verður sem hér segir:

mánudaga 14-19
þriðjudaga 14-19
miðvikudaga     14-19
fimmtudaga 14-19
föstudaga 14-19
laugardaga 10-16
sunnudaga  10-16

Einungis eru því tveir skipulagðir lokunardagar í febrúar. 2. feb. og 23. feb. 

Við hlökkum til að sjá ykkur með brosið í sólinni á svæðinu.

 

| miðvikudagurinn 14. janúar 2015

Alþjóðlegi Snjódagurinn á Sunnudaginn 18.jan

María og Solla Stirða í léttum gír
María og Solla Stirða í léttum gír

Á sunnudaginn er hinn alþjóðlegi snjódagur (World snow day) og verður mikið um dýrðir á öllu svæðinu.

Sunnudaginn 18. janúar n.k.  opnar Latabæjarbrekkan í Tungudal á Ísafirði.  Allt svæðið verður með miklum Latabæjarbrag og á þannig að höfða enn betur til allrar fjölskyldunnar. Skíðasvæði  Ísafjarðabæjar er einstaklega fjölbreytt og ættu allir að geta fundið brekkur við sitt hæfi, endilega leitið ráða hjá starfsmönnum um hvaða brekkur henta þér.   

Það sem m.a. verður í boði:

  • Frítt inn á svæðið 
  • Íþróttaálfurinn kemur í brautina
  • Troðin göngubraut á Skarðsengi ásamt öllum öðrum kortlögðum brautum
  • Frí skíðakennsla frá kl 12:30
  • Hóla og ævintýrabrautir
  • Boðið verður uppá íþróttanammi, safa, kaffi og kakó

 Á þetta við um bæði svæðin 

Endilega komið og prufið þetta frábæra fjölskyldusport.

Bestu kveðjur  

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar, best geymda leyndarmálið

 Staðan í dag

Tungudalur:

 15:00

Seljalandsdalur:   

 15:00

tilbúin göngubraut  
Dags:  18.jan
Uppfært:

 13:00

 


Opnunardagar á tímabilinu

Tungudalur : 33
Seljalandsdalur :  39

 

« Janúar »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Opnunartími 2017-18

 

  Tungudalur  
Mán           Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

  Seljalandsdalur  
Mán      Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefumsjón