Gönguskíðasvæði
Miðfell
Byrjendalyfta
| þriðjudagurinn 24. nóvember 2015

Leit að jólasveininum

Heyrst hefur að skíðagöngumenn eru farnir að koma til fjalla. aðalega til að leita að jólasveininum en hann hefur ekki sést enn. 

Hinsvegar fá nú allir góða hreyfingu úr þessu og hvetjum við alla bæjarbúa til að hjálpa við leitir. 

finnist jólasveinn má svo senda hann niður í byggð til að gleðja börnin okkar. 

ákveðið hefur verið að leit muni standa yfir um óákveðin tíma og má fylgjast með hér á síðunni eða á Facebook síðu skíðasvæðisins. 

Í kvöld ætla konurnar að leita kl 20:00 í forrystu Hólmfríðar Völu Skíðagönguskvísu, en strákarnir munu fara síðar, þeir eiga erfiðara með að ákveða sig. 

 

| föstudagurinn 30. október 2015

Laus störf - Lyftuverðir

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar óskar eftir lyftuvörðum til starfa veturinn 2015-2016 í hlutastarfi. Almennt fer starfið fram seinnipart dags á 4 tíma vöktum virka daga en 7-8 tíma vöktum um helgar.

Ábyrgðarsvið

Lyftuvörður hefur umsjón með lyftu þegar hún er í notkun. Einnig tekur hann að sér önnur tilfallandi störf. Hann skal sjá til þess að þjónustan sé hnökralaus og til fyrirmyndar og vinna að því að auka ánægju þeirra sem þjónustuna sækja. Hann skal sjá til þess að aðstaða öll sé eins og best verður á kosið hvað varðar öryggi og þjónustu. Hann ber ábyrgð á að lyftan, og brekkur sem að henni liggja sé í góðu ástandi, rekstrardagbók lyftunnar, fylgist með því fólki er notar lyftuna hverju sinni og gengur frá lyftunni við lokun.

 Helstu verkefni

 • Móttaka og þjónusta við viðskiptavini
 • Eftirlit með lyftu
 • Eftirlit með viðskiptavinum
 • Grunnviðhald á búnaði tengdum lyftum
 • Útfylling á rekstardagbók
 • Umhirða og eftirlit með svæðinu
 • Önnur tilfallandi, nauðsynleg verkefni sem yfirmaður felur honum

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Starfsreynsla á sviðinu æskileg
 • Haldgóð þekking í skyndihjálp
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Þjónustulund
 • Vera orðinn 18 ára

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við FOSVest/VerkVest.

Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 15. nóvember 2015. Umsóknum skal skilað til Gauts Ívars Halldórssonar forstöðumanns á netfangið gauturivar@isafjordur.is. Allar nánari upplýsingar veitir Gautur Ívar í síma 450-8400 eða í tölvupósti.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

| föstudagurinn 30. október 2015

Laus störf - Afgreiðsla í skíðaskála

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar óskar eftir að ráða starfsmann í afgreiðslu í skíðaskálanum Tungudal. Um er að ræða hlutastarf þar sem unnið er seinnipart dags á 4 tíma vöktum virka daga en 7-8 tíma vöktum um helgar. Ráðið verður frá desember 2015 til 15. maí 2016.

Ábyrgðarsvið

Starfsmaður í afgreiðslu sinnir almennum afgreiðslustörfum í skíðaskálanum, sölu aðgangskorta, afgreiðslu í skíðaleigu og sjoppu. Á helgum sér hann auk þess um að elda hádegismat fyrir starfsmenn skíðasvæðis. Til viðbótar sjá starfsmenn afgreiðslu um ræstingu skíðaskálans í lok dags.

Helstu verkefni

 • Afgreiðsla í sjoppu og skíðaleigu
 • Sala aðgangskorta
 • Eldamennska
 • Ræsting
 • Þjónusta við viðskiptavini
 • Önnur tilfallandi, nauðsynleg verkefni sem yfirmaður felur viðkomandi

Menntunar- og hæfnikröfur

 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Þjónustulund
 • Vera orðinn 18 ára
 • Þekking á skíðabúnaði æskilegur
 • Reynsla af afgreiðslustörfum æskileg
 • Þekking í skyndihjálp kostur

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við FOSVest/VerkVest.

Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 10. nóvember 2015. Allar nánari upplýsingar veitir Gautur Ívar Halldórsson forstöðumaður í síma 450-8400 eða á netfangið gauturivar@isafjordur.is

Umsóknum skal skilað til Gauts Ívars á netfangið gauturivar@isafjordur.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

| þriðjudagurinn 7. apríl 2015

Gullpáskar á Ísafirði 2015

Já það er ekki annað að heyra á fólki en að almennt ríki mikil ánægja með páskana 2015.

Starfsmenn skíðasvæðisins eru allavegana í skýjunum, við áttum svokallaða gullpáska, opið var alla dagana, öllum markmiðum var náð, allir viðburðir voru samkvæmt áætlun og almennt ríkti bara gleði meðal gesta skíðasvæðisins. 

Auðvitað var þó eitthvað sem hefði mátt betur fara eins og biðröð í miðasölu var heldur löng á tveim annamestu dögunum og mikið álag varð á sjoppunni á vissum tímapunktum. Skíðaleigan tæmdist reglulega en eru þetta allt punktar sem verður unnið í fyrir páska 2016. 

Það er jú því miður óhjákvæmilegt að taka á móti 1.000 gestum á dag án þess að þetta gerist á þessu svæði og að öllu gekk þetta samt bara vel, ekki er við því að búast að ekki skapist röð á vissum tímapunktum þegar álagið er eins og raun ber vitni. 

Eitt slys varð um páskana þar sem gestur okkar fótbrotnaði og vonumst við eftir skjótum bata.

En þó páskarnir séu búnir er enþá nóg af snjó hjá okkur og vonumst við til að þið haldið áfram að mæta, svona meðan sólin er hátt á lofti.

Nú hefst undirbúningur fyrir Fossavatnsgönguna og er mikil tillhlökkun hjá starfsmönnum fyrir því. 

Við viljum þakka öllum þeim sem komu að páskunum á einhvern hátt, starfsmenn, skíðafélagið, listamenn, viðskyptavinir, og allir þeir sem lögðu sitt á hönd við að gera þessa páska ógleymanlega hjá svo mörgum. 

| mánudagurinn 30. mars 2015

Skíðaskotfimi á Skírdag

Kantu á gönguskíði?

-Nei

Hefurðu skotið úr byssu?

-Nei

Frábært, þá er skíðaskotfimin einmitt fyrir þig!

 

Skíðaskotfimin er opin öllum sem náð hafa 15 ára aldri (15-18 ára þurfa þó skriflegt leyfi forráðamanns).  Í þessu móti geyma flestir keppnisskapið heima en hafa góða skapið meðferðis, enda er þetta fyrst og fremst til gamans gert.

 

Lagður er stuttur gönguhringur, 1-2 km eða svo, og fer hver þátttakandi tvo hringi. Þegar komið er inn á skotstöðina í hringnum fær fólk fimm skot til að hitta í jafn mörg skotmörk. Í fyrri hringnum er skotið úr liggjandi stöðu en úr standandi stöðu í þeim síðari. Við skotstöðina er lítill refsihringur, 50 m eða svo, sem fólk þarf að ganga fari svo ólíklega að það hitti ekki skotmarkið. Ganga þarf einn refsihring fyrir hvert skot sem geigar.

 

Þar sem það er bara pláss fyrir þrjá í einu á skotstöðinni eru þátttakendur ekki ræstir allir saman, heldur í þriggja manna hópum. Fólk gengur ekki með rifflana á bakinu, heldur eru þeir í vörslu félaga úr Skotfélagi Ísafjarðar, sem sjá um skotstöðina og hlaða vopnin. Athugið að ef fólk mætir tímanlega til leiks er oft hægt að fá að taka fáein prufuskot til að fá tilfinningu fyrir rifflunum.

 

Munið að það er alls ekkert skilyrði að vera góður á gönguskíðum eða reynd skytta til að vera með. Hjá flestum þátttakendum er þetta eina skiptið á árinu sem þeir skjóta úr byssu og það eru alls ekki alltaf hraðskreyðustu göngumennirnir sem standa sig best. Aðal atriðið er líka að brosa og hafa gaman í góða veðrinu.

 

Í hnotskurn:

Staður: Seljalandsdalur, (ekið upp frá Seljalandsvegi)

Stund: Fimmtudagur 2. apríl kl. 12:00

Þátttökugjald: Kr. 0

Skráning: Á staðnum

Ætlað: Öllum 15 ára og eldri. Athugið þó að þátttakendur á aldrinum 15-18 ára verða að hafa skriflegt leyfi forráðamanns.

 Staðan í dag

Tungudalur:

 15:00

Seljalandsdalur:   

 15:00

tilbúin göngubraut  
Dags:  18.jan
Uppfært:

 13:00

 


Opnunardagar á tímabilinu

Tungudalur : 33
Seljalandsdalur :  39

 

« Janúar »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Opnunartími 2017-18

 

  Tungudalur  
Mán           Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

  Seljalandsdalur  
Mán      Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefumsjón