Gönguskíðasvæði
Miðfell
Byrjendalyfta
Hlynur Kristinsson | fimmtudagurinn 9. febrúar 2017

Snjóléttur vetur hingað til / frétt af RUV.is

Frétt tekinn af rúv.is

Nýr snjótroðari en enginn snjór 

Þótt það sé hægt að renna sér á skíðasvæði Ísafjarðarbæjar hér í Tungudal þá hefur skíðafærið verið mjög dapurt í vetur. Og í kortunum eru áframhaldandi hlýindi.

„Það er náttúrlega búið að vera rigning, hiti og vindur og öll verstu veðurskilyrðin fyrir skíðasvæði. En þetta hefur alltaf gengið í bylgjum en þetta óvenju leiðinlegt núna,“ segir Hlynir Kristinsson, forstöðumaður skíðasvæðis Ísafjarðarbæjar. 

Það hefur gengið brösuglega að halda skíðasvæðum landsins opnum í vetur og á Ísafirði tengjast vonbrigðin einnig langþráðum snjótroðara sem bærinn fjárfesti í nýlega.

„Við höfum svona rétt fengið að prófa hann. En ekki meira en það. Bíðum ennþá eftir snjónum í það,“ segir Hlynur. 

Veturinn ekki búinn í febrúar

Á Norðurlandi og á Vestfjörðum má sjá snjóléttar brekkur sem vanalega eru snævi þaktar á þessum árstíma. „Það er náttúrlega nóg eftir af vetrinum í vetur svo við skulum ekki gera ráð fyrir því að veturinn sé búinn núna um miðjan febrúar,“ segir Harpa Grímsdóttir, fagstjóri ofanflóðavöktunar hjá Veðurstofu Íslands. 

Þótt Harpa segi veturinn vissulega vera snjóminni en undanfarna fjóra vetur - þá sé líklega hægt að rifja upp aðra jafnsnjólitla vetur. „Svo er alltaf spurning að hversu miklu leyti hlýnandi loftslag er að hafa áhrif. Að hversu miklu leyti þetta er afleiðing þess eða hvort þetta sé bara einn af þessum vetrum sem eru snjóléttari en aðrir,“ segir Harpa.

Harpa segir tímann leiða það í ljós. Þrátt fyrir snjóleysið gengur starfsfólk snjóflóðavaktar Veðurstofunnar sínar vaktir og aðstæðurnar eru nýttar til viðhalds.

 

meira um frétt er að finna á 

http://www.ruv.is/frett/snjolettur-vetur-hingad-til

 Staðan í dag

Tungudalur:

 15:00

Seljalandsdalur:   

 15:00

tilbúin göngubraut  
Dags:  18.jan
Uppfært:

 13:00

 


Opnunardagar á tímabilinu

Tungudalur : 33
Seljalandsdalur :  39

 

« Janúar »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Opnunartími 2017-18

 

  Tungudalur  
Mán           Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

  Seljalandsdalur  
Mán      Close  
Þri 17:00-20:00  
Mið 17:00-20:00   
Fim 17:00-20:00  
Fös 15:00-20:00  
Lau 10:00-16:00  
Sun 10:00-16:00  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefumsjón