Gönguskíðasvæði
Miðfell
Byrjendalyfta
| mánudagurinn 30. mars 2015

Skíðaskotfimi á Skírdag

Kantu á gönguskíði?

-Nei

Hefurðu skotið úr byssu?

-Nei

Frábært, þá er skíðaskotfimin einmitt fyrir þig!

 

Skíðaskotfimin er opin öllum sem náð hafa 15 ára aldri (15-18 ára þurfa þó skriflegt leyfi forráðamanns).  Í þessu móti geyma flestir keppnisskapið heima en hafa góða skapið meðferðis, enda er þetta fyrst og fremst til gamans gert.

 

Lagður er stuttur gönguhringur, 1-2 km eða svo, og fer hver þátttakandi tvo hringi. Þegar komið er inn á skotstöðina í hringnum fær fólk fimm skot til að hitta í jafn mörg skotmörk. Í fyrri hringnum er skotið úr liggjandi stöðu en úr standandi stöðu í þeim síðari. Við skotstöðina er lítill refsihringur, 50 m eða svo, sem fólk þarf að ganga fari svo ólíklega að það hitti ekki skotmarkið. Ganga þarf einn refsihring fyrir hvert skot sem geigar.

 

Þar sem það er bara pláss fyrir þrjá í einu á skotstöðinni eru þátttakendur ekki ræstir allir saman, heldur í þriggja manna hópum. Fólk gengur ekki með rifflana á bakinu, heldur eru þeir í vörslu félaga úr Skotfélagi Ísafjarðar, sem sjá um skotstöðina og hlaða vopnin. Athugið að ef fólk mætir tímanlega til leiks er oft hægt að fá að taka fáein prufuskot til að fá tilfinningu fyrir rifflunum.

 

Munið að það er alls ekkert skilyrði að vera góður á gönguskíðum eða reynd skytta til að vera með. Hjá flestum þátttakendum er þetta eina skiptið á árinu sem þeir skjóta úr byssu og það eru alls ekki alltaf hraðskreyðustu göngumennirnir sem standa sig best. Aðal atriðið er líka að brosa og hafa gaman í góða veðrinu.

 

Í hnotskurn:

Staður: Seljalandsdalur, (ekið upp frá Seljalandsvegi)

Stund: Fimmtudagur 2. apríl kl. 12:00

Þátttökugjald: Kr. 0

Skráning: Á staðnum

Ætlað: Öllum 15 ára og eldri. Athugið þó að þátttakendur á aldrinum 15-18 ára verða að hafa skriflegt leyfi forráðamanns.

 Staðan í dag

Tungudalur:

Close

Seljalandsdalur:   

Close

Gullhóll: Lokað
Dags: 09.Nov
Uppfært: 09:00

 


Opnunardagar á tímabilinu

Tungudalur : 0
Seljalandsdalur :  0

 

« Nóvember »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Veður
Seljalandsdalur - skíðaskáli V 4 m/s, -4,0 °C, Mesti vindur: 4 m/s, Mesta hviða: 11 m/s
Opnunartími Páskar
  Tungudalur  
Mán           Close  
Þri Close  
Mið Close   
Fim Close  
Fös Close  
Lau Close  
Sun Close  

 

 

 

 

 

 

 

  Seljalandsdalur  
Mán      Close  
Þri Close  
Mið Close   
Fim Close  
Fös Close  
Lau Close  
Sun Close  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefumsjón