Gönguskíðasvæði
Miðfell
Byrjendalyfta
| föstudagurinn 31. október 2014

Hvað hafa starfsmenn verið að gera undanfarið :D

Nú er mánuður liðin síðan starfsmenn fóru að brölta aftur um svæðið og hefur ýmislegt gerst. Í byrjun tóku starfsmenn viðgerð á Sandfellslyftu og gekk það alveg smkv. áætlun, viðgerðin tók um 7 virka daga og er lyftan komin í sitt eðlilega horf.

Þegar því lauk var hafist handa við að tengja rafmagn í tvo ljósastaura sem að voru settir upp í fyrra. Þar með er komin lýsing efst í Sandfelli. Það svæði hefur verið nokkuð myrkvað í stutta skammdeginu. 

Svo fórum við í að skipta út föllnum (brotnum) ljósastaur í Sandfellsbrekku og bættum við tveim nýjum staurum á topp Miðfells. Staurarnir eiga samt að vera þrír og því á eftir að setja upp einn staur. Það náðist ekki fyrir þennan snjó sem komin er en ef við fáum glufu til að koma honum upp verður það gert. Það á eftir að tengja nýju staurana og verður tímin að leiða í ljós hvort að það náist fyrir þennan vetur.

Síðustu vikur hafa aðalega farið í fimm ára viðhald á rauða troðaranum okkar. skipt hefur verið um legur í öllum hjólabúnaðnum og á eftir að skipta um legur í myllunni og skipta um allar olíur. Þá tekur við venjubundin yfirferð á tækinu í heildsinni s.s. skoðaðar slöngur með lekahættu, lausar skrúfur þrif og annað þvílíkt. Má því segja að troðarinn verði í góðu standi í vetur. 

Á döfinni er yfirferð á gamla troðaranum okkar, sem og yfirferð á mótorstöðvum lyftana. Inná milli gerum við ráð fyrir að búa til göngubrautir og förum að móta brekkur, er það allt háð snjóalögum að sjálfsögðu. 

Einnig erum við farnir að huga að því að fara soldið yfir snjóbyssuna okkar. Hún er ekki alveg að vinna eins og hún á að gera en við vonumst til að Techno Alpin nái að hjálpa okkur úr því. 

Annars er mikil tilhlökkun hjá starfsmönnum til komandi vetrar því að við finnum fyrir því að hann slái hinum við :D 

takk takk 

 Staðan í dag

Tungudalur:

Close

Seljalandsdalur:   

Close

Gullhóll: Lokað
Dags: 09.Nov
Uppfært: 09:00

 


Opnunardagar á tímabilinu

Tungudalur : 0
Seljalandsdalur :  0

 

« Nóvember »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    
Veður
Seljalandsdalur - skíðaskáli V 4 m/s, -4,0 °C, Mesti vindur: 4 m/s, Mesta hviða: 11 m/s
Opnunartími Páskar
  Tungudalur  
Mán           Close  
Þri Close  
Mið Close   
Fim Close  
Fös Close  
Lau Close  
Sun Close  

 

 

 

 

 

 

 

  Seljalandsdalur  
Mán      Close  
Þri Close  
Mið Close   
Fim Close  
Fös Close  
Lau Close  
Sun Close  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vefumsjón